Innlent

Flókin og umfangsmikil aðgerð

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar um það hvernig greiðslur Tryggingastofnunar til um þúsund öryrkja verða leiðréttar. Velferðarráðuneytið hefur staðfest að fjöldi öryrkja, sem búið hefur í öðru EES-landi, hafi ranglega fengið skertar bætur um árabil. Í tilkynningu frá Tryggingastofnun segir að nú sé unnið að því í samstarfi við félagsmálaráðuneytið að útfæra leiðir til að bregðast við.

Aðgerðin sé flókin og umfangsmikil þar sem um sé að ræða breytingu á áralangri framkvæmd og að vinna þurfi úr hverju máli fyrir sig en málið hafi verið í skoðun síðan umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu árið 2016. „Tryggingastofnun vill ítreka að úrskurðarnefnd almannatrygginga sem og núverandi úrskurðarnefnd velferðarmála hafa í gegnum tíðina staðfest úrskurði stofnunarinnar varðandi búsetuútreikning örorkulífeyrisþega,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Hvorki félagsmálaráðherra né forstjóri Tryggingastofnunar gáfu kost á viðtali vegna málsins í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×