Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 12:32 "Þetta reddast,“ gæti þessi fjölskyldufaðir verið að hugsa. Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt. Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt.
Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira