Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 20:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur endir undirritun kjarasamninga. Þar er nýtt ákvæði um styttingu vinnutímans hjá VR. Vísir/Vilhelm Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira