Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum Ari Brynjólfsson skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Félagsbústaðir eiga tæplega 600 eignir í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira