Chris Hemsworth mun leika Hulk Hogan Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 07:54 Myndin mun einblína á hvernig Hogan varð að stærsta nafni glímuheimsins. Vísir/EPA Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International. Bandaríkin Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International.
Bandaríkin Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira