Þurrkaði sig upp eftir svall Potter-áranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:28 Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira