Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Kjartan Kjartansson og Sighvatur Jónsson skrifa 21. febrúar 2019 19:45 Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi. Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi.
Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06