Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 13:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkfallsjóði félagsins sterka. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir það taka um tvær vikur að undirbúa stór verkföll. Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira