Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:00 Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill
Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira