Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 22:56 Kristófer Oliversson segir stöðuna sem komin er upp mjög alvarlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Samsett/Vilhelm/Eyþór Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina. Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina.
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08