Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 14:49 Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. Getty/Chris Jackson Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina. Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina.
Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30
Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein