Bíó og sjónvarp

Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt

Andri Eysteinsson skrifar
Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman.
Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman. Vísir/Getty

Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor.

Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman.

Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka.

Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody.

Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden.

Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972.

Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.