Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:15 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði