Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum.

Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt til að mynda við framhaldsskólanema í Menntaskólanum í Reykjavík.

Einnig fjöllum við um eina ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum. Ríkisþingið í Alabama samþykkti í gær löggjöf sem bannar konum í öllum tilfellum að gangast undir þungunarrof nema að heilsu konunnar sé ógnað.

Við ræðum við lögmann kvennanna fimm sem sökuðu sóknarprest í Grensáskirkju um kynferðislega áreitni sem segir óásættanlegt að hann geti snúið óáreittur aftur til starfa innan kirkjunnar.

Einnig fjöllum við um Hatara og framgöngu þeirra í Ísrael, skoðanir manna á því og hittum fólk sem sleppir því að horfa á söngvakeppnina. Það spilar heldur á gong og leggur áherslu á að ástin muni sigra, ekki hatrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×