Innlent

Nara kærir ríkið til MDE

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil.
Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink
Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Nara sendi frá sér í gær.

Nara hefur safnað yfir 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings og ætlar hún að afhenda forseta Alþingis undirskriftalistann í hádeginu á morgun. Hún hefur ritað alþingismönnum bréf og boðið þeim að vera viðstaddir afhendinguna.

„Ég tel mál mitt endurspegla alvarlegar brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi,“ er haft eftir henni í tilkynningunni.

Hún telur að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist sér en hún var leyst úr haldi í mars eftir um þriggja mánaða dvöl í fangelsi. Þótt Nara sé laus úr haldi sætir hún enn farbanni á meðan hún lýkur skilorðsbundnum dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×