Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 20:45 Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar. Tölvuárásir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar.
Tölvuárásir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira