Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 10:18 Ónefndi maðurinn með uppþvottaburstann er ekki Benedikt Grétarsson. Twitter Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf. Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf.
Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30