Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 07:35 Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45