Innlent

Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin

Sylvía Hall skrifar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar.

Í færslunni segir hún að enn eigi eftir að sækja fjárheimildir upp á 73 milljónir fyrir heildarútgjöldum en raunkostnaður endurgerðar braggans í Nauthólsvík hafi verið um 425 milljónir í byrjun desember.





„Enn á eftir að sækja fjárheimildir upp á 73 milljónir - sjá bls. 23 í skýrslunni: "Raunkostnaður endurgerðarinnar var í byrjun desember um 425 m.kr. og því ljóst að enn hefur ekki verið óskað eftir fjármagni fyrir um það bil 73 m.kr. af heildarútgjöldunum“,“ segir í færslu Vigdísar og endar hún færsluna á myllumerkinu #sukkogsvinari.is.

Niðurstöður Innri endurskoðunar, sem ganga oftar undir heitinu braggaskýrslan, eru 134 blaðsíður að lengd og má í henni finna heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Skýrslan er því ágætis lesefni fyrir þá sem hafa ekki enn fundið hina fullkomnu jólabók.


Tengdar fréttir

Ofbýður framkoma í garð Dags

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið.

Kolsvört skýrsla um Braggann

Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×