Hyggst ganga á K2 að vetri til Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 28. september 2019 08:30 John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein