Veðrið náð hámarki sínu á vestanverðu landinu en sprengilægðin þokast austur á land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:45 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira