Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 17:13 Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga. Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga.
Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37