Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 11:45 Rolluhópurinn góði. Instagram/Chris Burkard Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10