Troðið með stæl Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 15:30 Skótískunni halda engin bönd á leikvöllum NBA þar sem áhorfendur fylgjast grannt með jafnt körfubolta og skóm. NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira