Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. október 2019 06:15 Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Fréttablaðið/GVA Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira
Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira