Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2019 12:15 Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna er rekið í Krýsuvík Vísir Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október. Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum. Krýsuvíkursamtökin hafa rekið meðferðarheimili fyrir átján einstaklinga í Krýsuvík. Um langtímaþjónustu er að ræða fyrir fólk með áfengis- eða vímuefnavanda. Skjólstæðingar eiga það sameiginlega að hafa reynt bata en ekki tekist. Málefni meðferðarheimilisins voru mikið í umræðunni á síðasta ári sem DV fjallaði ítarlega um. Þar voru bornar upp sakir um fjármálaóreiðu, óttastjórnun og óeðlileg samskipti þáverandi forstöðumanns og annarra starfsmanna við skjólstæðinga. Engin heilbrigðismenntaður starfsmaður vinnur á meðferðarstöðinni og eru starfsmenn einungis við á dagvinnutíma. Það er að eftir klukkan fjögur síðdegis og til klukkan átta að morgni, á virkum dögum og um helgar eru skjólstæðingar einir í húsinu. Krýsuvíkursamtökin hafa fengið 120 milljónir til reksturs heimilisins frá hinu opinbera. Nýverið svipti ungur maður sig lífi á staðnum. Enginn starfsmaður var til staðar og komu aðrir skjólstæðingar að honum. Andlátið var hvorki tilkynnt til Landlæknisembættisins né heilbrigðis- eða félagsmálayfirvalda. Landlæknisembættið gerði úttekt á meðferðarheimilinu árið 2016 og í niðurstöðum var meðal annars sett út á mönnun, sem þótti ófullnægjandi sem og vinnulag varðandi gæði og öryggi. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að enginn starfsmaður væri til staðar utan dagvinnu tíma og fyrirkomulagið sagt óásættanlegt. Fréttastofan hefur skoðað málefni meðferðarheimilisins síðustu daga og ekki liggur fyrir að brugðist hafi verið við athugasemdum Landlæknis. Í svari upplýsingarfulltrúa Landlæknisembættisins, til fréttastofu, kemur fram að í dag sé meðferðarstöðin álitin félagslegt úrræði en ekki heilbrigðisstofnun og því sé ekkert eftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda. Vegna þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið vegna rekstursins meðferðarheimilisins hafa yfirvöld aðeins gert skammtímasamning við Krýsuvíkursamtökin. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirritaði samkomulag um áframhaldandi rekstur í lok júní, sem gildir til loka þessa árs. Endurskoðun hann á að fara fram nú í október.
Félagsmál Fíkn Grindavík Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira