„Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“ Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. apríl 2019 09:00 "Þetta er ógeðslega fyndin mynd,“ segir Stína kokkur um myndina sem smellt var af henni með kampakátum Proclaimers-tvíburanum Craig Reid. Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers komust í fyrsta skipti með lag á topp vinsældalista þegar vinsældir lagsins I’m gonna be (500 Miles) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vinsældalista Rásar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vinsældalistamúrsins fyrir algera tilviljun þegar Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Stína kokkur, vatt sér að öðrum þeirra á veitingastað í London með þessi stórtíðindi.Kolbrún Kristín gat ekki stillt sig um að setjast hjá Craig Reid á veitingastað í London 1988 og upplýsa hann um miklar vinsældir The Proclaimers á Íslandi. Hún og vinkona hennar höfðu skellt sér í sólarhringsferð til London.Craig Reid, annar tvíburanna, rifjaði upp söguna af þessu í viðtali við Fréttablaðið í gær en þeir bræður eru væntanlegir til landsins í fyrsta skipti og verða með tónleika í Hörpu síðar í þessum mánuði. „Þetta var bara nákvæmlega eins og hann lýsir því,“ segir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég settist bara við hliðina á honum til þess að segja honum tíðindin. Maður gleymir þessu náttúrlega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég heyri tónlistina þeirra. Mér finnst nú enn merkilegra að hann skuli muna þetta,“ segir Stína.Alger tilviljunStína segir að um algera tilviljun hafi verið að ræða en hún og vinkona hennar hafi ákveðið að skella sér í sólarhringsferð til London, „eins og tíðkaðist þá. Við fórum þarna saman, tvær skvísur.“ Hún stundaði á þessum tíma nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og sagðist hafa verið spennt fyrir að prufa einhvern sniðugan veitingastað meðal annars til þess að smakka önd. „Þannig að við förum á þennan veitingastað sem ég man ekkert hvað heitir. Við sitjum svo þarna og erum að fá okkur að borða og þá sé ég hann bara út undan mér á næsta borði,“ segir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig fréttirnar frá Íslandi. Kódak-móment „Vegna þess að þá voru þeir bara aðalnúmerið hérna og búnir að vera í 1. sætinu á Rásar 2 listanum. Ég var svolítið hikandi en hugsaði bara með mér að ég gæti ekki látið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vippaði mér yfir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki annar tvíburanna og hvort hann vissi það að þeir ættu lagið í toppsætinu á vinsældalistanum á Íslandi. Ég varð að tala við manninn, segja honum þetta og fá mynd af mér. Við spjölluðum eitthvað og ég fékk mynd af mér með honum,“ segir Stína. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Við tókum þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olympus-myndavél með flassi. Hugsaðu þér hvað við vorum heppnar að vera með myndavélina með okkur. Þetta var náttúrlega löngu fyrir tíma símanna og þetta var ekkert „selfie“ sko, fór í framköllun og allt. Þetta var og er enn ferlega sniðugt. Við erum að tala um það að ég var bara að hitta stjörnuna, halló! Bara algjör tilviljun.“ Stínu fannst þessi óvænti fundur í London stórfrétt á sínum tíma og það segir sína sögu að þremur áratugum síðar en þetta enn frétt. „Ég var eitthvað að spá í að fara með þetta í blöðin á sínum tíma. Þetta er náttúrlega mjög merkilegt sko,“ segir Stína og hlær. „Ég ætlaði að skjótast með þetta í Dagblaðið en svo varð aldrei neitt úr því.“Eins og Sálin Stína segist ekki hafa verið eldheitur Proclaimers-aðdáandi 1988 en hún hafi haft gaman af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir en það virkaði greinilega hér og jú, jú, ég fílaði þetta alveg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í útvarpinu. Svo var ég að frétta núna, frá kunningjakonu minni sem þekkir vel til í Skotlandi að þeir séu gríðarlega vinsælir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekktir að þeir séu bara eins og Sálin hans Jóns míns þarna úti.“ Stína er kokkur á Flúðum þar sem hún rekur meðal annars veisluþjónustu og vinnur mikið með grænmetið sem þar vex út um allar trissur en ætlar að sjálfsögðu að gera sér kaupstaðarferð 15. apríl og mæta á tónleikana. „Hvað heldurðu? Ekki spurning og ég býð auðvitað henni Guðbjörgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var alger ævintýraferð og öndin var sjúklega góð. Ég man það enn þá, krispí appelsínuönd alveg bara í fyrsta skipti á ævinni og hún var geðveik.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers komust í fyrsta skipti með lag á topp vinsældalista þegar vinsældir lagsins I’m gonna be (500 Miles) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vinsældalista Rásar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vinsældalistamúrsins fyrir algera tilviljun þegar Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Stína kokkur, vatt sér að öðrum þeirra á veitingastað í London með þessi stórtíðindi.Kolbrún Kristín gat ekki stillt sig um að setjast hjá Craig Reid á veitingastað í London 1988 og upplýsa hann um miklar vinsældir The Proclaimers á Íslandi. Hún og vinkona hennar höfðu skellt sér í sólarhringsferð til London.Craig Reid, annar tvíburanna, rifjaði upp söguna af þessu í viðtali við Fréttablaðið í gær en þeir bræður eru væntanlegir til landsins í fyrsta skipti og verða með tónleika í Hörpu síðar í þessum mánuði. „Þetta var bara nákvæmlega eins og hann lýsir því,“ segir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég settist bara við hliðina á honum til þess að segja honum tíðindin. Maður gleymir þessu náttúrlega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég heyri tónlistina þeirra. Mér finnst nú enn merkilegra að hann skuli muna þetta,“ segir Stína.Alger tilviljunStína segir að um algera tilviljun hafi verið að ræða en hún og vinkona hennar hafi ákveðið að skella sér í sólarhringsferð til London, „eins og tíðkaðist þá. Við fórum þarna saman, tvær skvísur.“ Hún stundaði á þessum tíma nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og sagðist hafa verið spennt fyrir að prufa einhvern sniðugan veitingastað meðal annars til þess að smakka önd. „Þannig að við förum á þennan veitingastað sem ég man ekkert hvað heitir. Við sitjum svo þarna og erum að fá okkur að borða og þá sé ég hann bara út undan mér á næsta borði,“ segir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig fréttirnar frá Íslandi. Kódak-móment „Vegna þess að þá voru þeir bara aðalnúmerið hérna og búnir að vera í 1. sætinu á Rásar 2 listanum. Ég var svolítið hikandi en hugsaði bara með mér að ég gæti ekki látið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vippaði mér yfir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki annar tvíburanna og hvort hann vissi það að þeir ættu lagið í toppsætinu á vinsældalistanum á Íslandi. Ég varð að tala við manninn, segja honum þetta og fá mynd af mér. Við spjölluðum eitthvað og ég fékk mynd af mér með honum,“ segir Stína. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Við tókum þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olympus-myndavél með flassi. Hugsaðu þér hvað við vorum heppnar að vera með myndavélina með okkur. Þetta var náttúrlega löngu fyrir tíma símanna og þetta var ekkert „selfie“ sko, fór í framköllun og allt. Þetta var og er enn ferlega sniðugt. Við erum að tala um það að ég var bara að hitta stjörnuna, halló! Bara algjör tilviljun.“ Stínu fannst þessi óvænti fundur í London stórfrétt á sínum tíma og það segir sína sögu að þremur áratugum síðar en þetta enn frétt. „Ég var eitthvað að spá í að fara með þetta í blöðin á sínum tíma. Þetta er náttúrlega mjög merkilegt sko,“ segir Stína og hlær. „Ég ætlaði að skjótast með þetta í Dagblaðið en svo varð aldrei neitt úr því.“Eins og Sálin Stína segist ekki hafa verið eldheitur Proclaimers-aðdáandi 1988 en hún hafi haft gaman af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir en það virkaði greinilega hér og jú, jú, ég fílaði þetta alveg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í útvarpinu. Svo var ég að frétta núna, frá kunningjakonu minni sem þekkir vel til í Skotlandi að þeir séu gríðarlega vinsælir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekktir að þeir séu bara eins og Sálin hans Jóns míns þarna úti.“ Stína er kokkur á Flúðum þar sem hún rekur meðal annars veisluþjónustu og vinnur mikið með grænmetið sem þar vex út um allar trissur en ætlar að sjálfsögðu að gera sér kaupstaðarferð 15. apríl og mæta á tónleikana. „Hvað heldurðu? Ekki spurning og ég býð auðvitað henni Guðbjörgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var alger ævintýraferð og öndin var sjúklega góð. Ég man það enn þá, krispí appelsínuönd alveg bara í fyrsta skipti á ævinni og hún var geðveik.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30