Ökumaður sem staðinn var að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni var einnig undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin mældist á 139 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Á annan tug ökumanna gerðist brotlegur í umferðinni á Suðurnesjum í þessari viku. Þar af voru allmargir kærðir fyrir hraðakstur.
Nokkrir ökumenn voru auk þess teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og jafnframt bar nokkuð á að menn ækju án ökuréttinda.
Í vímu á 139 kílómetra hraða
Kristín Ólafsdóttir skrifar
