Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 18:29 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58