Sautján ára reyndi Donna Cruz að fyrirfara sér en í dag er hún að upplifa drauminn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2019 10:30 Donna Cruz hefur ekki verið feimin að opna sig um þá erfileika sem hún hefur þurft að ganga í gegnum. Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. Donna hefur verið opinská og einlæg og sagt frá því meðal annars hvernig hún tókst á við þunglyndi sem unglingur og reyndi að fyrirfara sér. Núna er Donna Cruz að feta sín fyrstu spor í leiklistinni og fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Agnes Joy sem sjá má í kvikmyndahúsum um land allt. Vala Matt hitti Donnu Cruz í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Við vorum ekki nema tvær, þrjár sem voru svona litaðar í árganginum okkar. Til dæmis þegar ég kom með nesti sem mamma hafði útbúið og var filippseyskur réttur þá voru krakkarnir ekkert rosalega hrifnir af því út af lyktinni. Þetta var öðruvísi og ekki brauð með osti og skinku. Krakkarnir vildu ekki sitja við hliðin á mér því það var lykt af þessu og vildu ekki vera í kringum mig. Þá upplifði ég mikla skömm að koma með nesti að heiman,“ segir Donna sem gekk oft svo langt að henda því í ruslið. Hún segir að eineltið sem hún varð fyrir í skólanum hafi setið í henni lengi.Donna Cruz með móður sinni á sínum tíma.„Það voru einhverjir strákar sem kölluðu mig grjón, ching chong og allskonar nöfn sem ég var kölluð. Það situr ekkert rosalega vel í manni þó það séu mjög mörg ár liðin,“ segir Donna sem var sjálf í Fellaskóla á sínum tíma. Í dag eru mun fleiri börn í skólanum af erlendu bergi brotin. „Ég hugsa að krakkarnir eru ekki eins einangraðir þar í dag sem er bara gott. Fjölbreytileiki er bara jákvætt,“ segir Donna sem hefur áður gangrýnt að fjölbreytileikinn í samfélaginu sjáist í raun ekki til að mynda í sjónvarpi og kvikmyndum. „Ég hef oft sagt að kvikmyndaframleiðendur og þeir sem búa til þætti hafa ákveðna ábyrgð að sýna frá samfélaginu og þá verður þú að spegla einstaklingana sem eru í samfélaginu. Þar er ekki bara ljóshært fólk, með hvíta hörund því við erum allskonar og þú sérð það strax þegar þú labbar inn í hvaða menntaskóla sem er.“ Fjölskylda Donnu var í söfnuðinum Votta Jehóva og þurfti Donna að taka þátt í því starfi og meðal annars taka þátt í trúboði þar sem gengið var á milli húsa og trúin boðuð. Það var því erfitt fyrir hana þegar hún ákvað að segja sig úr söfnuðinum fimmtán ára.Donna með vinkonum sínum á forsýningu Agnes Joy.„Það var svo mikið þarna sem ég var ekki alveg sammála og það reyndist smá erfitt. Amma mín er mjög mikið í þessu og ég og hún erum mjög nánar. Eftir að ég sagði fjölskyldunni minni að ég vildi ekki vera í þessu þá hætti amma mín að tala við mig í nokkra mánuði sem var mjög erfitt,“ en þær náðu sáttum síðar þegar Donna útskýrði hennar afstöðu og eru þær enn mjög nánar í dag. Hún segir að það hafi verið skemmtileg upplifun að taka þátt í Agnes Joy. „Það er bara gaman þegar draumar rætast, það má segja það. Þetta var mjög skemmtilegt og allir sem komu að verkefninu studdu mig mjög mikið.“ Donna hefur áður tjáð sig á sínum samfélagsmiðlum um erfitt þunglyndi sem hún hefur þurft að glíma við. „Ég hef verið að díla við þunglyndi frá því ég var svona 15-16 ára. Það náði hápunkti þegar ég var 17 ára þegar ég reyndi að fyrirfara mér. Mér finnst mjög mikilvægt að tala um þetta og erfiða hluti því hvernig eigum við að leysa þetta án þess að tala um þá.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Donnu í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. Donna hefur verið opinská og einlæg og sagt frá því meðal annars hvernig hún tókst á við þunglyndi sem unglingur og reyndi að fyrirfara sér. Núna er Donna Cruz að feta sín fyrstu spor í leiklistinni og fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Agnes Joy sem sjá má í kvikmyndahúsum um land allt. Vala Matt hitti Donnu Cruz í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Við vorum ekki nema tvær, þrjár sem voru svona litaðar í árganginum okkar. Til dæmis þegar ég kom með nesti sem mamma hafði útbúið og var filippseyskur réttur þá voru krakkarnir ekkert rosalega hrifnir af því út af lyktinni. Þetta var öðruvísi og ekki brauð með osti og skinku. Krakkarnir vildu ekki sitja við hliðin á mér því það var lykt af þessu og vildu ekki vera í kringum mig. Þá upplifði ég mikla skömm að koma með nesti að heiman,“ segir Donna sem gekk oft svo langt að henda því í ruslið. Hún segir að eineltið sem hún varð fyrir í skólanum hafi setið í henni lengi.Donna Cruz með móður sinni á sínum tíma.„Það voru einhverjir strákar sem kölluðu mig grjón, ching chong og allskonar nöfn sem ég var kölluð. Það situr ekkert rosalega vel í manni þó það séu mjög mörg ár liðin,“ segir Donna sem var sjálf í Fellaskóla á sínum tíma. Í dag eru mun fleiri börn í skólanum af erlendu bergi brotin. „Ég hugsa að krakkarnir eru ekki eins einangraðir þar í dag sem er bara gott. Fjölbreytileiki er bara jákvætt,“ segir Donna sem hefur áður gangrýnt að fjölbreytileikinn í samfélaginu sjáist í raun ekki til að mynda í sjónvarpi og kvikmyndum. „Ég hef oft sagt að kvikmyndaframleiðendur og þeir sem búa til þætti hafa ákveðna ábyrgð að sýna frá samfélaginu og þá verður þú að spegla einstaklingana sem eru í samfélaginu. Þar er ekki bara ljóshært fólk, með hvíta hörund því við erum allskonar og þú sérð það strax þegar þú labbar inn í hvaða menntaskóla sem er.“ Fjölskylda Donnu var í söfnuðinum Votta Jehóva og þurfti Donna að taka þátt í því starfi og meðal annars taka þátt í trúboði þar sem gengið var á milli húsa og trúin boðuð. Það var því erfitt fyrir hana þegar hún ákvað að segja sig úr söfnuðinum fimmtán ára.Donna með vinkonum sínum á forsýningu Agnes Joy.„Það var svo mikið þarna sem ég var ekki alveg sammála og það reyndist smá erfitt. Amma mín er mjög mikið í þessu og ég og hún erum mjög nánar. Eftir að ég sagði fjölskyldunni minni að ég vildi ekki vera í þessu þá hætti amma mín að tala við mig í nokkra mánuði sem var mjög erfitt,“ en þær náðu sáttum síðar þegar Donna útskýrði hennar afstöðu og eru þær enn mjög nánar í dag. Hún segir að það hafi verið skemmtileg upplifun að taka þátt í Agnes Joy. „Það er bara gaman þegar draumar rætast, það má segja það. Þetta var mjög skemmtilegt og allir sem komu að verkefninu studdu mig mjög mikið.“ Donna hefur áður tjáð sig á sínum samfélagsmiðlum um erfitt þunglyndi sem hún hefur þurft að glíma við. „Ég hef verið að díla við þunglyndi frá því ég var svona 15-16 ára. Það náði hápunkti þegar ég var 17 ára þegar ég reyndi að fyrirfara mér. Mér finnst mjög mikilvægt að tala um þetta og erfiða hluti því hvernig eigum við að leysa þetta án þess að tala um þá.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Donnu í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira