Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2019 12:30 Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstöður muni liggja fyrir fyrir miðnætti á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira