Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 11:53 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira