Lífið

David Beckham og félagar aftur mættir í veiði: „Við elskum Ísland“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
David Beckham er mikill Íslandsvinur
David Beckham er mikill Íslandsvinur Instagram/David Beckham
Knattspyrnugoðsögnin David Beckham er enn á ný mættur til Íslands í veiði með félögum sínum, þeim Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie. Þeir félagar voru einnig staddir hér á landi í sömu erindagjörðum á síðasta ári.

Beckham skrásetur veiðiferðina nokkuð ítarlega á Instagram en þar má meðal annars sjá hvernig hann stingur sér til sunds í ísköldu vatni. „Við elskum Ísland,“ sagði Beckham eftir drykklanga stund í vatninu en þeir félagar eru við veiði í Haffjarðarár á Snæfellsnesi.

Þá má einnig sjá þá félaga ferðast um malarvegi landsins á gríðarstórum og breyttum Land Rover Defender. „Skrýmslið,“ skrifaði Beckham við mynd af bílnum og merkti Björgólf Thor en þeir hafa nú verið ágætir vinir um nokkurra ára skeið.

Gera má ráð fyrir því að Beckham hafi verið hér á landi í nokkurra daga því að við mynd af þremenningum skrifar hann „Frábærir dagar.“

Þá virðast þeir einnig hafa skellt sér í siglingu og gera má ráð fyrir að þeir hafi siglt um Breiðafjörð þar sem þeir gæddu sér á ýmsu góðgæti sem kom upp úr hafinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Beckham kemur til landsins og líklega ekki í það síðasta. Renndi hann fyrir laxi í Langá árið 2016 en þá var hann í för með Victoriu Beckham, eiginkonu sinni og börnum, en nú virðist hann vera í félagaferð.

Eins og fyrr segir var hann einnig staddur hér á landi á síðasta ári, í veiðiferð með Björgólfi Thor Björgólfssyni og Guy Ritchie.

Fylgjast má með ævintýrum Beckham á Íslandi á Instagram.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.