Krakkarnir úr Stranger Things hræddu líftóruna úr grunlausum aðdáendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 09:30 Ljóst er að mörgum hefði brugðið við hrekk sem þennan. YouTube/Skjáskot Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira