Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúð sem reyndist ekki vera til staðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2019 19:00 Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar. Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira