Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig Björk Eiðsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:21 Herbert tók að sér að gera hlaðvarpsþætti um krabbamein fyrir Kraft. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herbert Geirsson hefur haldið úti hlaðvarpi í tvö ár en nú í fyrsta sinn tekið að sér verkefni fyrir aðra en það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess sem leitaði til hans með samstarf um hlaðvarpsþætti fyrir félagið. Eins og fyrr segir þá flutti Herbert til Akureyrar fyrir tveimur árum. „Þar var ég bæði með aðgang að stóru kjallararými og að vinna með alls konar áhugaverðu fólki. Mig hafði í raun alltaf langað að vera með hlaðvarp, einfaldlega til að hafa afsökun til að fá áhugavert fólk í spjall þar sem engir símar eða önnur truflun hafði áhrif á samræðurnar“ segir Herbert í léttum tón. „Ég setti upp aðstöðu í kjallaranum og fór að senda út, í upphafi talaði ég einfaldlega við fólk sem mér fannst áhugavert, aðallega vini og samstarfsfólk. Ég gerði til dæmis þáttaröð sem heitir Flugsagan sem ég stílaði inn á flugfólk og fékk til mín menn sem eru vægast sagt reynslumiklir á sínu sviði og hafa fylgst með þróun flugsins og verið hluti af þeirri sögu“ Herbert flutti svo til Reykjavíkur, tók áhugamálið með sér og er núna með hlaðvarpsstúdíó í Sundaborg. „Nú er ég bæði að hjálpa fólki af fara af stað með sín eigin hlaðvörp sem og klára að taka upp þætti sem fjalla um fólk sem hafa náð langt á sínu sviði, hvað sem það svið kann að vera, t.d. var mjög gaman að tala við Guðna Ágússton fyrrum landbúnaðarráðherra.“ Herbert segist hafa vitað þegar Hulda leitaði til hans varðandi þættina fyrir Kraft, að það yrði krefjandi verkefni. „Það að tala við fólk sem farið hefur í gegnum þessa reynslu hefur bæði verið krefjandi og þroskandi en umfram allt skemmtilegt ferli en við erum búin að taka upp alla seríuna, 13 þætti.“Fokk ég er með krabbamein! Hlaðvarpsþættirnir heita Fokk ég er með krabbamein og eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi þar sem rætt verður um krabbamein á mannamáli bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. „Þættirnir taka á ólíkum málefnum tengdum ferlinu, en dæmi um umræðuefni er það að greinast, ófrjósemi, hvernig best sé að tala um krabbamein við börn og dauðann.“ Aðspurður segist Herbert hafa undirbúið sig lítið fyrir hvern þátt og frekar viljað leyfa samtölunum að gerast frekar náttúrulega. „Það hefur gengið mjög vel. Ég var auðvitað búinn að vinna ákveðna bakgrunnsvinnu með Krafti varðandi spurningar og þema hvers þáttar en oftast var þægilegast að vera ekki búinn að undirbúa sig of enda spjallið náin stund þar sem viðkomandi er að deila mjög persónulegri reynslu og ég vildi halda einlægninni í því.“ Lífið er núna! Verkefnið var eins og fyrr segir krefjandi og lærdómsríkt en hvað ætli Herbert sjálfur hafi helst tekið út úr því? „Að lífið er núna!“ segir hann án þess að hugsa sig um. „Það gerist eitthvað í huga fólks þegar það áttar sig á því að þetta hafi komið fyrir sig. Að fá að heyra að það sé haldið lífsógnandi sjúkdómi, því það er nú það sem krabbamein er. Oft fær fólk einhvern fókus á það sem skiptir máli í lífinu og segir jafnvel að það sé mjög þakklátt að hafa fengið krabbamein, eins skrýtið og það hljómar. Aðrir fá jafnvel tímaramma á líf sitt. Ég held að við séum ekki gerð til þess að vita hvenær við deyjum og því er magnað að tala við fólk sem hefur jafnvel fengið að heyra að það eigi eitt til þrjú ár eftir ólifað sem eftir á að hyggja er rosalega persónubundið og óljóst hugtak. Ég hafði heldur enga hugmynd um það hversu fjölbreytt krabbamein í raun er og hversu ólík áhrif það getur haft á fólk. Það er auðvelt að hvetja fólk til að tækla þetta á jákvæðninni en önnur saga að gera það í praktík. Þetta eru hetjur samtímans að mörgu leyti.“ Þeir sem vilja hlusta á umræðu um krabbamein á mannamáli er vert að benda á slóðina: http://www.lifidernuna.is/podcast/ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Herbert Geirsson hefur haldið úti hlaðvarpi í tvö ár en nú í fyrsta sinn tekið að sér verkefni fyrir aðra en það var Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess sem leitaði til hans með samstarf um hlaðvarpsþætti fyrir félagið. Eins og fyrr segir þá flutti Herbert til Akureyrar fyrir tveimur árum. „Þar var ég bæði með aðgang að stóru kjallararými og að vinna með alls konar áhugaverðu fólki. Mig hafði í raun alltaf langað að vera með hlaðvarp, einfaldlega til að hafa afsökun til að fá áhugavert fólk í spjall þar sem engir símar eða önnur truflun hafði áhrif á samræðurnar“ segir Herbert í léttum tón. „Ég setti upp aðstöðu í kjallaranum og fór að senda út, í upphafi talaði ég einfaldlega við fólk sem mér fannst áhugavert, aðallega vini og samstarfsfólk. Ég gerði til dæmis þáttaröð sem heitir Flugsagan sem ég stílaði inn á flugfólk og fékk til mín menn sem eru vægast sagt reynslumiklir á sínu sviði og hafa fylgst með þróun flugsins og verið hluti af þeirri sögu“ Herbert flutti svo til Reykjavíkur, tók áhugamálið með sér og er núna með hlaðvarpsstúdíó í Sundaborg. „Nú er ég bæði að hjálpa fólki af fara af stað með sín eigin hlaðvörp sem og klára að taka upp þætti sem fjalla um fólk sem hafa náð langt á sínu sviði, hvað sem það svið kann að vera, t.d. var mjög gaman að tala við Guðna Ágússton fyrrum landbúnaðarráðherra.“ Herbert segist hafa vitað þegar Hulda leitaði til hans varðandi þættina fyrir Kraft, að það yrði krefjandi verkefni. „Það að tala við fólk sem farið hefur í gegnum þessa reynslu hefur bæði verið krefjandi og þroskandi en umfram allt skemmtilegt ferli en við erum búin að taka upp alla seríuna, 13 þætti.“Fokk ég er með krabbamein! Hlaðvarpsþættirnir heita Fokk ég er með krabbamein og eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi þar sem rætt verður um krabbamein á mannamáli bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. „Þættirnir taka á ólíkum málefnum tengdum ferlinu, en dæmi um umræðuefni er það að greinast, ófrjósemi, hvernig best sé að tala um krabbamein við börn og dauðann.“ Aðspurður segist Herbert hafa undirbúið sig lítið fyrir hvern þátt og frekar viljað leyfa samtölunum að gerast frekar náttúrulega. „Það hefur gengið mjög vel. Ég var auðvitað búinn að vinna ákveðna bakgrunnsvinnu með Krafti varðandi spurningar og þema hvers þáttar en oftast var þægilegast að vera ekki búinn að undirbúa sig of enda spjallið náin stund þar sem viðkomandi er að deila mjög persónulegri reynslu og ég vildi halda einlægninni í því.“ Lífið er núna! Verkefnið var eins og fyrr segir krefjandi og lærdómsríkt en hvað ætli Herbert sjálfur hafi helst tekið út úr því? „Að lífið er núna!“ segir hann án þess að hugsa sig um. „Það gerist eitthvað í huga fólks þegar það áttar sig á því að þetta hafi komið fyrir sig. Að fá að heyra að það sé haldið lífsógnandi sjúkdómi, því það er nú það sem krabbamein er. Oft fær fólk einhvern fókus á það sem skiptir máli í lífinu og segir jafnvel að það sé mjög þakklátt að hafa fengið krabbamein, eins skrýtið og það hljómar. Aðrir fá jafnvel tímaramma á líf sitt. Ég held að við séum ekki gerð til þess að vita hvenær við deyjum og því er magnað að tala við fólk sem hefur jafnvel fengið að heyra að það eigi eitt til þrjú ár eftir ólifað sem eftir á að hyggja er rosalega persónubundið og óljóst hugtak. Ég hafði heldur enga hugmynd um það hversu fjölbreytt krabbamein í raun er og hversu ólík áhrif það getur haft á fólk. Það er auðvelt að hvetja fólk til að tækla þetta á jákvæðninni en önnur saga að gera það í praktík. Þetta eru hetjur samtímans að mörgu leyti.“ Þeir sem vilja hlusta á umræðu um krabbamein á mannamáli er vert að benda á slóðina: http://www.lifidernuna.is/podcast/
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira