Konan var sögð hafa verið að ógna fólki með eggvopni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði konan trjágrein í hendi sem hún sagðist hafa veifað að fólki sem var að stríða henni og ekkert var bólaði á hinu meinta eggvopni.
Með ræktun á heimili sínu í Breiðholti
Síðar um kvöldið hafði lögregla afskipti af manni á heimili hans í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þar voru lögreglumenn á vettvangi að sinna öðru máli er þeir fundu mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í blokkinni.Þegar lögreglumenn athuguðu málið og spurðu húsráðanda íbúðarinnar fíkniefni þá sýndi hann þeim ræktun í íbúð sinni þar sem hann hafði tólf plöntur í tjaldi.
Plönturnar ásamt ræktunarbúnaði voru fjarlægðar af lögreglu.