Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. september 2019 20:30 Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Matur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Matur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira