Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 14:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent