Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:27 Þrír selir eru í lauginni í Húsdýragarðinum og stundum kópur með. Borgarfulltrúi telur aðstöðuna óásættanlega. VÍSIR/VILHELM Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira