Hafa rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu: „Alltof algengt hjá fólki milli tvítugs og þrítugs“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:00 Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12
Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15
Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15