Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Ákæran verður þingfest snemma í desember. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira