Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Ákæran verður þingfest snemma í desember. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira