Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 15:19 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis. Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira