Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2019 16:53 Séð til Þórshafnar af Brekknaheiði. Um hana liggur vegurinn til Bakkafjarðar. Fréttablaðið/Pjetur Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér: Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér:
Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30