Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 07:25 Verðlaunin verða afhent í Pressuklúbbnum, félagsheimili blaðamanna í Síðumúla 23 næstkomandi föstudag, kl 17:00. fréttablaðið/Gva Tilkynnt hefur verið hverjir hljóta tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna fyrir árið 2018. Verðlaunin verða afhent í Pressuklúbbnum, félagsheimili blaðamanna í Síðumúla 23 næstkomandi föstudag, kl 17:00. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Viðtal ársinsJóhann Páll Jóhannsson, StundinniFyrir viðtal við Báru Halldórsdóttur sem steig fram í kjölfar þess að hafa tekið upp hatursorðræðu þingmanna á Klausturbar og sent fjölmiðlum til úrvinnslu.Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚVFyrir viðtal við hjónin Stefán Þór Gunnarsson og Elísu Rós Jónsdóttur sem misstu son sinn vegna ofneyslu fíkniefna. Hjónin lýsa eigin úrræðaleysi og áfallinu sem fylgdi andlátinu.Ragnheiður Linnet, MannlífiFyrir viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans, Andemariam Beyene, um aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir þá örlagaríku aðgerð.Rannsóknarblaðamennska ársinsFreyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, StundinniFyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga sem veitir ríka yfirsýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna og innsýn í hverjir þeir eru.Helgi Seljan, RÚVFyrir fréttaskýringu um stöðu erlendra verkamanna og sjálfboðaliða sem hingað koma, búa við bágar aðstæður og eru sviknir um laun.Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚVFyrir fréttaskýringu um um vopnaflutninga Air Atlanta og vanhöld Samgöngustofu á því að framfylgja sáttmálum um vopnaflutninga sem Ísland hefur fullgilt.Umfjöllun ársinsAðalheiður Ámundadóttir, FréttablaðinuFyrir umfjöllun með fréttum og fréttaskýringum um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.Guðrún Hálfdánardóttir, Morgunblaðinu/Mbl.isFyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn.Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, StundinniFyrir umfjöllun með frásögnum átta kvenna sem opinbera bitleysi nálgunarbanns sem úrræðis í heimilisofbeldismálum.Blaðamannaverðlaun ársinsSigríður Halldórsdóttir, RÚVFyrir umfjöllun um óábyrga notkun plasts, þar sem sýnt er með sláandi hætti hvernig það mengar umhverfið, neysluvatn okkar og matvæli.Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir, RÚVFyrir útvarpsþáttaröðina Kverkatak þar sem lýst er birtingarmyndum heimilisofbeldis frá sjónarhorni þolenda, aðstandenda þeirra og sérfræðinga.Þórður Snær Júlíusson, KjarnanumFyrir bókina Kaupthinking sem dregur fram skýra mynd af hugarfari og ólöglegum fjármálagjörningum innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og afleiðingum þeirra. Fjölmiðlar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Tilkynnt hefur verið hverjir hljóta tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna fyrir árið 2018. Verðlaunin verða afhent í Pressuklúbbnum, félagsheimili blaðamanna í Síðumúla 23 næstkomandi föstudag, kl 17:00. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Viðtal ársinsJóhann Páll Jóhannsson, StundinniFyrir viðtal við Báru Halldórsdóttur sem steig fram í kjölfar þess að hafa tekið upp hatursorðræðu þingmanna á Klausturbar og sent fjölmiðlum til úrvinnslu.Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚVFyrir viðtal við hjónin Stefán Þór Gunnarsson og Elísu Rós Jónsdóttur sem misstu son sinn vegna ofneyslu fíkniefna. Hjónin lýsa eigin úrræðaleysi og áfallinu sem fylgdi andlátinu.Ragnheiður Linnet, MannlífiFyrir viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans, Andemariam Beyene, um aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir þá örlagaríku aðgerð.Rannsóknarblaðamennska ársinsFreyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, StundinniFyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga sem veitir ríka yfirsýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna og innsýn í hverjir þeir eru.Helgi Seljan, RÚVFyrir fréttaskýringu um stöðu erlendra verkamanna og sjálfboðaliða sem hingað koma, búa við bágar aðstæður og eru sviknir um laun.Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚVFyrir fréttaskýringu um um vopnaflutninga Air Atlanta og vanhöld Samgöngustofu á því að framfylgja sáttmálum um vopnaflutninga sem Ísland hefur fullgilt.Umfjöllun ársinsAðalheiður Ámundadóttir, FréttablaðinuFyrir umfjöllun með fréttum og fréttaskýringum um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.Guðrún Hálfdánardóttir, Morgunblaðinu/Mbl.isFyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn.Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, StundinniFyrir umfjöllun með frásögnum átta kvenna sem opinbera bitleysi nálgunarbanns sem úrræðis í heimilisofbeldismálum.Blaðamannaverðlaun ársinsSigríður Halldórsdóttir, RÚVFyrir umfjöllun um óábyrga notkun plasts, þar sem sýnt er með sláandi hætti hvernig það mengar umhverfið, neysluvatn okkar og matvæli.Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir, RÚVFyrir útvarpsþáttaröðina Kverkatak þar sem lýst er birtingarmyndum heimilisofbeldis frá sjónarhorni þolenda, aðstandenda þeirra og sérfræðinga.Þórður Snær Júlíusson, KjarnanumFyrir bókina Kaupthinking sem dregur fram skýra mynd af hugarfari og ólöglegum fjármálagjörningum innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og afleiðingum þeirra.
Fjölmiðlar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira