Helgi örvæntir ekki þrátt fyrir hægagang í aðildarmálum ESA Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2019 08:00 Þýskur geimgengill ESA tekur sjálfsmynd við Alþjóðlegu geimstöðina. Kannski verður þetta einhvern tímann Íslendingur. Nordicphotos/Getty „Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira