Reyndu fyrir sér í prufum fyrir We Will Rock You Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2019 10:30 Fjölmargir létu sjá sig í prufunum. Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst. Söngleikurinn, sem saminn var af Ben Elton í samstarfi við hljómsveitina Queen, var frumsýndur árið 2002 á West End þar sem hann var sýndur fyrir fullu húsi fram til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre. Uppsetningin hefur meðal annars verið tilnefnd til Olivier verðlaunanna, sem þykir einn mesti heiður í bresku leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, Ástralíu, Spáni, Rússlandi, Japan og víðar. Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe. Listrænir stjórnendur eru þeir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri, Karl Olgeirsson tónlistarstjóri og Chantelle Carey danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson.Björn Jörundur og Ragga Gísla fara með aðalhlutverk.fréttablaðið/ Anton BrinkÞað er aðstandendum sýningarinnar mikill heiður að tilkynna að engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í gær fóru fram opnar áheyrnarprufur í FÍH í Rauðagerði og þá sérstaklega fyrir dansara og kórsöngvara verksins en í dag verða prufur fyrir þau hlutverk sem á enn eftir að manna. Hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1971 og var skipuð þeim Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Freddie Mercury. Tveimur árum síðar skrifuðu liðsmenn sveitarinnar undir samning við útgáfufélagið EMI. Það sama ár kom platan Queen út ásamt því að hljómsveitin fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin gaf út sína þriðju plötu árið 1975, A Night At The Opera en á henni var að finna lagið Bohemian Rhapsody. Lagið, sem er 5 mínútur og 55 sekúndur, þótti ekki líklegt til að fá mikla spilun í útvarpi en varð að einu vinsælasta lagi allra tíma og sat í fyrsta sæti breska vinsældalistans í níu vikur. Þann 23. nóvember 1991 tilkynnti Freddie Mercury heimsbyggðinni að hann væri með alnæmi og lést hann degi síðar á heimili sínu. Hér að neðan má sjá myndir frá prufunum í gær.Mætingin fín í FÍH.Ástrós Guðjónsdóttir, dansari Hatara, mætti í gær og sést hér fyrir miðju.Vonandi gekk vel hjá þessum.Það var fjör í prufunum.Spurning hvort við fáum að sjá einhvern af þessum dönsurum í verkinu. Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst. Söngleikurinn, sem saminn var af Ben Elton í samstarfi við hljómsveitina Queen, var frumsýndur árið 2002 á West End þar sem hann var sýndur fyrir fullu húsi fram til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre. Uppsetningin hefur meðal annars verið tilnefnd til Olivier verðlaunanna, sem þykir einn mesti heiður í bresku leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, Ástralíu, Spáni, Rússlandi, Japan og víðar. Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe. Listrænir stjórnendur eru þeir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri, Karl Olgeirsson tónlistarstjóri og Chantelle Carey danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson.Björn Jörundur og Ragga Gísla fara með aðalhlutverk.fréttablaðið/ Anton BrinkÞað er aðstandendum sýningarinnar mikill heiður að tilkynna að engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í gær fóru fram opnar áheyrnarprufur í FÍH í Rauðagerði og þá sérstaklega fyrir dansara og kórsöngvara verksins en í dag verða prufur fyrir þau hlutverk sem á enn eftir að manna. Hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1971 og var skipuð þeim Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Freddie Mercury. Tveimur árum síðar skrifuðu liðsmenn sveitarinnar undir samning við útgáfufélagið EMI. Það sama ár kom platan Queen út ásamt því að hljómsveitin fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin gaf út sína þriðju plötu árið 1975, A Night At The Opera en á henni var að finna lagið Bohemian Rhapsody. Lagið, sem er 5 mínútur og 55 sekúndur, þótti ekki líklegt til að fá mikla spilun í útvarpi en varð að einu vinsælasta lagi allra tíma og sat í fyrsta sæti breska vinsældalistans í níu vikur. Þann 23. nóvember 1991 tilkynnti Freddie Mercury heimsbyggðinni að hann væri með alnæmi og lést hann degi síðar á heimili sínu. Hér að neðan má sjá myndir frá prufunum í gær.Mætingin fín í FÍH.Ástrós Guðjónsdóttir, dansari Hatara, mætti í gær og sést hér fyrir miðju.Vonandi gekk vel hjá þessum.Það var fjör í prufunum.Spurning hvort við fáum að sjá einhvern af þessum dönsurum í verkinu.
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira