Biskup þakkaði björgunarsveitunum Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 12:27 Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Vísir Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi. Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi.
Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira