Tónlistarfólkið á Reykjavík Midsummer Music átti ekki orð yfir fegurð miðnætursólarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2019 17:30 Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fengið til landsins tónlistarmenn frá ólíkum heimshornum til að spila á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music sem fer fram í Hörpu núna um helgina. Víkingur er bæði listrænn stjórnandi og stofnandi hátíðarinnar en hann segist hafa þurft að klípa sig til að fullvissa sig um að það væri í alvörunni satt að eftirsóttasta fólkið í sígildri tónlist á borð við Florian Boesch og systurnar Katiu og Mariellu Labeque væri raunverulega komið hingað til lands. Naumur tími er til stefnu og því stóðu æfingar fram yfir miðnætti í gær. „Þau komu þarna í gær til landsins og áttu ekki til orð yfir miðnætursólinni,“ segir Víkingur í viðtali í Bítinu í morgun. Tónlistarfólkið hafi virkilega notið sín í miðnætursólinni. „Þetta var ótrúlegt. Þau fá einhverja orku og ég fæ einhverja orku“. Víkingur segir að hátíðin sé hans leið til að tryggja að hann fái að vera á Íslandi á þessum árstíma. „Þetta er mín leið til að tryggj aða ég sé ekki einhvers staðar í Ástralíu eða Japan eða einhvers staðar langt í burtu af því að það er bara svo gott að vera hérna á þessum árstíma.“ Talið berst þá að honum sjálfum og er hann spurður hvað þurfi til að skara fram úr á þessu sviði. Eru það umhverfið eða erfðir?„Þetta er áhugaverð spurning. Hvað er erfðafræði og hvað umhverfi. Það er eitthvað sem ég velti mikið fyrir mér en ég held það sé blanda af hvoru tveggja og ég held maður þurfi að vera með eitthvað, maður þarf að hafa móttækileg gen skulum við segja til þess að þetta geti sprottið en svo er umhverfið og vinnan og allt rosalega stór partur af þessu. Raunverulegir snillingar eins og Mozart var mjög frústreraður fyrir 200 árum því það voru alltaf allir að segja að hann væri snillingur og hann sagði: ég bara vinn meira en allir aðrir, ef fólk bara vissi hvað ég vinn mikið og hvað þetta er mikil áreynsla fyrir mig.“Byrjaði að spila áður en hann gat talað Aðspurður hvenær hann hafi byrjað að æfa á píanó svarar Víkingur því til að hann hafi byrjað píanókennsluna í móðurkviði. „Það er að segja mamma var að læra á píanó og var að taka einleikaraprófið á píanó út í Berlín og var í rauninni kasólétt af mér þegar hún var að spila sína lokatónleika, hún var komin 5 eða 6 mánuði á leið og þá var ég náttúrulega mjög nálægt hljómborðinu frá upphafi. Svo var hún að kenna heima og ég var alltaf mjög afbrýðisamur út í nemendurna sem hún var að kenna því ég vildi náttúrulega bara hafa píanóið út af fyrir mig. Ég var svona seinþroska að mjög mörgu leyti en ekki því að spila á píanó. Ég var byrjaður að spila áður en ég byrjaði að tala er mér sagt. Ég held ég hafi byrjað einhvern tíman eins til tveggja ára en það er ekki þar með sagt að ég hafi spilað vel,“ segir Víkingur og hlær „Hugurinn þarf að vera eins og lygnt vatn“ Í verkum sem krefjast hraða píanóleikarans segir Víkingur að mikilvægast sé að vera yfirvegaður og rólegur til að vel gangi. „Hugur manns þarf að vera eins og lygnt vatn sagði mamma einhvern tíman við mig og mér fannst það svolítið fallegt. Og það er alveg þannig af því að um leið og þú stressast á meðan þú ert að spilast þá fer allt til fjandans. Maður getur alveg dottið út af í svona kappreið eins og þetta verk er. Maður þarf að vera eins og einhver svona stór Eik og hafa rætur ofan í jörðinni á meðan maður spilar hratt. Þeim mun hraðar þeim mun rólegri þarf maður að vera,“ útskýrir Víkingur. Aðspurður hvort hann spili tónlist sem hann tengi ekki við svarar Víkingur neitandi. Það sé fullt af músík sem honum finnist alveg „hundleiðinleg“. „Ég held maður verði að spila það sem maður brennur fyrir; það sem maður virkilega vill presentera fyrir áhorfendur.“ Hafi maður ekki sannfæringu fyrir því sem maður er að segja og spila á sviði hellist yfir mann hræðileg tilfinning. „Þá líður manni stundum eins og svikara“. Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: GDRN hlaut fern verðlaun Ásamt GDRN fengu Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig, JóiPé og Króli flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. 13. mars 2019 21:39 Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30 Víkingur hlaut tvenn verðlaun frá BBC: „Eins og græðismyrsl fyrir eyrun“ Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins. 10. apríl 2019 23:45 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fengið til landsins tónlistarmenn frá ólíkum heimshornum til að spila á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music sem fer fram í Hörpu núna um helgina. Víkingur er bæði listrænn stjórnandi og stofnandi hátíðarinnar en hann segist hafa þurft að klípa sig til að fullvissa sig um að það væri í alvörunni satt að eftirsóttasta fólkið í sígildri tónlist á borð við Florian Boesch og systurnar Katiu og Mariellu Labeque væri raunverulega komið hingað til lands. Naumur tími er til stefnu og því stóðu æfingar fram yfir miðnætti í gær. „Þau komu þarna í gær til landsins og áttu ekki til orð yfir miðnætursólinni,“ segir Víkingur í viðtali í Bítinu í morgun. Tónlistarfólkið hafi virkilega notið sín í miðnætursólinni. „Þetta var ótrúlegt. Þau fá einhverja orku og ég fæ einhverja orku“. Víkingur segir að hátíðin sé hans leið til að tryggja að hann fái að vera á Íslandi á þessum árstíma. „Þetta er mín leið til að tryggj aða ég sé ekki einhvers staðar í Ástralíu eða Japan eða einhvers staðar langt í burtu af því að það er bara svo gott að vera hérna á þessum árstíma.“ Talið berst þá að honum sjálfum og er hann spurður hvað þurfi til að skara fram úr á þessu sviði. Eru það umhverfið eða erfðir?„Þetta er áhugaverð spurning. Hvað er erfðafræði og hvað umhverfi. Það er eitthvað sem ég velti mikið fyrir mér en ég held það sé blanda af hvoru tveggja og ég held maður þurfi að vera með eitthvað, maður þarf að hafa móttækileg gen skulum við segja til þess að þetta geti sprottið en svo er umhverfið og vinnan og allt rosalega stór partur af þessu. Raunverulegir snillingar eins og Mozart var mjög frústreraður fyrir 200 árum því það voru alltaf allir að segja að hann væri snillingur og hann sagði: ég bara vinn meira en allir aðrir, ef fólk bara vissi hvað ég vinn mikið og hvað þetta er mikil áreynsla fyrir mig.“Byrjaði að spila áður en hann gat talað Aðspurður hvenær hann hafi byrjað að æfa á píanó svarar Víkingur því til að hann hafi byrjað píanókennsluna í móðurkviði. „Það er að segja mamma var að læra á píanó og var að taka einleikaraprófið á píanó út í Berlín og var í rauninni kasólétt af mér þegar hún var að spila sína lokatónleika, hún var komin 5 eða 6 mánuði á leið og þá var ég náttúrulega mjög nálægt hljómborðinu frá upphafi. Svo var hún að kenna heima og ég var alltaf mjög afbrýðisamur út í nemendurna sem hún var að kenna því ég vildi náttúrulega bara hafa píanóið út af fyrir mig. Ég var svona seinþroska að mjög mörgu leyti en ekki því að spila á píanó. Ég var byrjaður að spila áður en ég byrjaði að tala er mér sagt. Ég held ég hafi byrjað einhvern tíman eins til tveggja ára en það er ekki þar með sagt að ég hafi spilað vel,“ segir Víkingur og hlær „Hugurinn þarf að vera eins og lygnt vatn“ Í verkum sem krefjast hraða píanóleikarans segir Víkingur að mikilvægast sé að vera yfirvegaður og rólegur til að vel gangi. „Hugur manns þarf að vera eins og lygnt vatn sagði mamma einhvern tíman við mig og mér fannst það svolítið fallegt. Og það er alveg þannig af því að um leið og þú stressast á meðan þú ert að spilast þá fer allt til fjandans. Maður getur alveg dottið út af í svona kappreið eins og þetta verk er. Maður þarf að vera eins og einhver svona stór Eik og hafa rætur ofan í jörðinni á meðan maður spilar hratt. Þeim mun hraðar þeim mun rólegri þarf maður að vera,“ útskýrir Víkingur. Aðspurður hvort hann spili tónlist sem hann tengi ekki við svarar Víkingur neitandi. Það sé fullt af músík sem honum finnist alveg „hundleiðinleg“. „Ég held maður verði að spila það sem maður brennur fyrir; það sem maður virkilega vill presentera fyrir áhorfendur.“ Hafi maður ekki sannfæringu fyrir því sem maður er að segja og spila á sviði hellist yfir mann hræðileg tilfinning. „Þá líður manni stundum eins og svikara“.
Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: GDRN hlaut fern verðlaun Ásamt GDRN fengu Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig, JóiPé og Króli flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. 13. mars 2019 21:39 Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30 Víkingur hlaut tvenn verðlaun frá BBC: „Eins og græðismyrsl fyrir eyrun“ Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins. 10. apríl 2019 23:45 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin: GDRN hlaut fern verðlaun Ásamt GDRN fengu Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig, JóiPé og Króli flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. 13. mars 2019 21:39
Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30
Víkingur hlaut tvenn verðlaun frá BBC: „Eins og græðismyrsl fyrir eyrun“ Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins. 10. apríl 2019 23:45
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp