Tónlist

Víkingur hlaut tvenn verðlaun frá BBC: „Eins og græðismyrsl fyrir eyrun“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins.
Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins. Vísir/Eyþór
Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í kvöld tvenn verðlaun á BBC Music Magazine Awards fyrir útsetningar á verkum Johanns Sebastian Bach á hljómplötu sem hann sendi frá sér síðasta haust undir merkjum hins virta útgáfufyrirtækis Deutsche Grammophon.

„Ég er djúpt snortinn yfir því að hljóta þessi mikilvægu verðlaun og að fólk hafi ánægju af því að hlusta,“ sagði Víkingur þegar hann veitti verðlaunum viðtöku í Lundúnum í kvöld.

Víkingur hlaut aðalverðlaun kvöldsins fyrir hljómplötu sína með flutningi á verkum Johanns Sebastian Bach sem var plata ársins þvert á flokka og þá fékk hann einnig verðlaun fyrir hljóðfæraleiksplötu ársins.

„Fagurlega smíðuð Bach samsetning eins og græðismyrsl fyrir eyrun,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Ef einhver plata gæti sýnt fram á tímaleysi Bachs, þá væri þetta hún.

Víkingur sagði að eitt það persónulegasta sem hægt væri að gera í tónlist væri að spila og taka upp tónlist eftir Bach. Hann kvaðst afar þakklátur fyrir hlý viðbrögð við plötunni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.